Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. ágúst 2014 14:30
Elvar Geir Magnússon
Totti tilbúinn að fórna rjómaís fyrir meistaratitilinn
Mun kannski skrifa bók
Mynd: Getty Images
Francesco Totti segir að þó aldurinn sé að færast yfir þá muni hann spila áfram meðan hann njóti þessi. Totti er orðinn 37 ára og er að fara inn í sitt 23. tímabil með Roma.

Hann hefur einu sinni afrekað að vinna ítalska meistaratitilinn og var spurður að því í útvarpi Roma hverju hann væri til í að fórna til að afreka það aftur?

„Ég væri tilbúinn að fara í gegnum heilt ár án þess að fá mér rjómaís," sagði Totti en hann er mikið fyrir að fá sér ís.

„Ég hef gríðarlega gaman af fótbolta og hann gefur mér mikið. Leikurinn hefur reyndar breyst og snýst meira um líkamlegan styrk og minna um tæknilega getu. Ég naut leiksins betur áður fyrr en löngunin og metnaðurinn er enn til staðar."

„Þegar ástríðan er ekki lengur til staðar mun ég verða fyrri til að víkja til hliðar. Margt hefur gerst á þessum 23 árum hjá Roma. Forsetar, þjálfarar og leikmenn hafa komið og farið. Ég hef séð allt. Ég gæti skrifað bók og kannski mun ég gera það."
Athugasemdir
banner
banner
banner