Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 27. ágúst 2014 21:37
Magnús Már Einarsson
Varnarmaður varði tvö víti og kom Búlgörum í riðlakeppnina
Cosmin Moti.
Cosmin Moti.
Mynd: Getty Images
Ludogorets Razgrad frá Búlgaríu tryggði sér farseðil í riðlakeppnina í Meistaradeildina í fyrsta skipti á ótrúlegan hátt í kvöld. Liðið sló þá Steaua Búkarest út eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni.

Markvörður Ludogorets fékk rauða spjaldið á næstsíðustu mínútu í framlengingu og þar sem liðið var búið að nota allar skiptingarnar fór varnarmaðurinn Cosmin Moti í markið.

Moti er frá Rúmeníu og hann átti eftir að leika landa sína í Steaua ansi grátt.

Moti skoraði úr fyrstu vítaspyrnunni í vítaspyrnukeppninni og varði síðan tvær til viðbótar. Það dugði til að tryggja 6-5 sigur þar sem Búlgararnir misnotuðu einungis eina spyrnu.

Óhætt er að segja að fögnuðurinn hjá Moti hafi verið ósvikinn þegar hann greip síðustu spyrnuna en hann tók hlaupið upp í stúku og fagnaði vel og innilega með heimamönnum. Hreint út sagt ótrúlegt ævintýri.

Smelltu hér til að sjá brot úr leiknum af vefsíðu Vísis
Athugasemdir
banner
banner
banner