Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. ágúst 2014 11:20
Magnús Már Einarsson
Warnock að taka við Palace - Aumingja Puncheon
Neil Warnock.
Neil Warnock.
Mynd: Getty Images
Jason Puncheon.
Jason Puncheon.
Mynd: Getty Images
Neil Warnock verður næsti stjóri Crystal Palace samkvæmt fréttum frá Englandi.

Hinn 65 ára gamli Warnock stýrði Crystal Palace frá 2007 til 2010 en hann var síðast stjóri Leeds United.

Jason Puncheon, leikmaður Crystal Palace, tekur því væntanlega ekki fagnandi að fá Warnock til starfa eftir ummæli sín fyrr á þessu ári.

Warnock sagði í sjónvarpsþætti að Puncheon væri léleg vítaskytta og þau ummæli féllu vægast sagt ekki vel í kramið hjá leikmanninum.

,Eftir lélega vítaspyrnu þá get ég hlustað á skoðanir fólks og tekið stríðni eins og hjá @mattletiss7 á @talksport í morgun," sagði Puncheon á Twitter í kjölfarið.

,,Ég mun hins vegar ekki hlusta á mann sem er spilltur og er að eyðileggja leikinn. NEIL WARNOCK, maðurinn sem kaupir leikmenn og gefur þeim aukalaun og pening fyrir spilaða leiki til þessi að þeir borgi honum síðan fyrir að vera í liðinu eða á bekknum."

,,Sú staðreynd að hann hafi verið að tjá sig um æfingar er ótrúleg því að hann var aldrei mættur sjálfur á æfingasvæðið."


Puncheon eyddi færslunum af Twitter en það var of seint því hann fékk sekt upp á 15 þúsund pund fyrir ummælin.

Gaman væri að vera fluga á vegg þegar Warnock mætir á svæðið hjá Crystal Palace og hittir Puncheon á nýjan leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner