fim 27. ágúst 2015 09:46
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Aron Einar: Var með Hollandsleikinn í huga
Icelandair
„Ég get ekki hugsað mér að missa af leiknum
„Ég get ekki hugsað mér að missa af leiknum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög vongóður um að ná leiknum á móti Hollendingunum og ég get bara ekki hugsað mér að missa af þessum mikilvæga leik," segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, í samtali við Morgunblaðið.

Aron átti að vera í byrjunarliði Cardiff í bikarleik gegn MK Dons í vikunni en fann fyrir sársauka í upphitun.

„Ég er búinn að vera í einhverju vöðvaveseni, smá tognanir hér og þar á undirbúningstímabilinu. Ég var orðinn heill heilsu en svo ég fann ég til í upphituninni og ákvað þar með að taka ekki áhættu með því að spila. Þetta er ekkert alvarlegt en líklega eru þetta einhver álagsmeiðsli," segir Aron.

Aron segist ekki hafa viljað taka neina áhættu en hann hafi verið með Hollandsleikinn í huga.

Leikurinn gegn Hollandi verður eftir slétta viku í Amsterdam en Ísland trónir á toppi síns riðils þegar fjórar umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner