Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 27. ágúst 2015 16:38
Elvar Geir Magnússon
Riðlar Meistaradeildarinnar: Kári mætir Ronaldo - Alfreð gegn Bayern og Arsenal
Zlatan, Mourinho og Memphis gegn sínum fyrrum félögum
Memphis Depay leikur gegn sínum gömlu félögum í PSV Eindhoven.
Memphis Depay leikur gegn sínum gömlu félögum í PSV Eindhoven.
Mynd: Getty Images
Kári Árnason fær að glíma við stórstjörnulið Real Madrid.
Kári Árnason fær að glíma við stórstjörnulið Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Nú rétt í þessu var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en úrslitaleikurinn þetta tímabilið verður í Mílanó. Drátturinn fór hinsvegar fram í Mónakó.

Riðlakeppnin mun hefjast 15. september en hér að neðan má sjá niðurstöðuna.

Alfreð Finnbogason og félagar í Olympiakos eru með Arsenal og Þýskalandsmeisturum Bayern München í riðli. Manchester City, Juventus, Sevilla og Gladbach eru saman.

Þá eru stjörnulið PSG og Real Madrid saman í A-riðli en Kári Árnason og félagar í Malmö eru að auki í riðlinum. Zlatan Ibrahimovic er því að fara á heimaslóðir að mæta Malmö.

Manchester United mun mæta PSV Eindhoven en Memphis Depay gekk í raðir United frá síðarnefnda liðinu fyrir tímabilið. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er í riðli með sínu gamla félagi Porto.

A-riðill:
Paris St-Germain
Real Madrid
Shaktar Donetsk
Malmö

B-riðill:
PSV Eindhoven
Manchester United
CSKA Moskva
Wolfsburg

C-riðill:
Benfica
Atletico Madrid
Galatasaray
Astana

D-riðill:
Juventus
Manchester City
Sevilla
Gladbach

E-riðill:
Barcelona
Bayer Leverkusen
Roma
BATE Borisov

F-riðill:
Bayern München
Arsenal
Olympiakos
Dinamo Zagreb

G-riðill:
Chelsea
Porto
Dynamo Kiev
Maccabi Tel Aviv

H-riðill:
Zenit Pétursborg
Valencia
Lyon
Gent
Athugasemdir
banner
banner