fim 27. ágúst 2015 18:32
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Heppnin var með Ajax og Bordeaux
Arkadiusz Milik kom Ajax áfram með marki úr vítaspyrnu í fyrri leiknum gegn Jablonec.
Arkadiusz Milik kom Ajax áfram með marki úr vítaspyrnu í fyrri leiknum gegn Jablonec.
Mynd: Getty Images
Fjögur lið eru búin að tryggja sig í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í dag og var dramatíkin í hámarki í nokkrum leikjanna.

Franska liðið Bordeaux rétt komst áfram þrátt fyrir tap gegn Kairat Almaty og mátti litlu muna að Ajax færi í framlengingu gegn tékkneska liðinu Jablonec.

Kairat Almaty var að vinna 2-0 á heimavelli, 2-1 samanlagt, þegar korter var eftir af leiknum. Enzo Crivelli náði að skora mark fyrir Bordeaux á 77. mínútu og dugði útivallarmarið til að skjóta Frökkunum áfram.

Ajax hafði unnið Jablonec 1-0 á heimavelli og útlitið var slæmt þegar Tékkarnir fengu vítaspyrnu á 58. mínútu. Jan Gregus brenndi af en Riechedly Bazoer, miðjumaður Ajax, fékk sitt annað gula spjald aðeins mínútu eftir vítaspyrnuklúðrið. Jablonec tókst ekki að knýja leikinn í framlengingu þrátt fyrir að vera manni fleiri.

Qarabag frá Aserbaídsjan lagði þá Young Boys auðveldlega af velli, 3-0, á meðan Rubin Kazan lagði Rabotnicki frá Makedóníu, 1-0.

K. Almaty 2 - 1 Bordeaux (2-2 samanlagt)
1-0 C. Yambere ('1, sjálfsmark)
2-0 I. Kuat ('66)
2-1 E. Crivelli ('77)

Jablonec 0 - 0 Ajax (0-1 samanlagt)
Rautt spjald: R. Bazoer, Ajax ('59)

Qarabag 3 - 0 Young Boys (4-0 samanlagt)
1-0 R. Almeida ('4, víti)
2-0 Reynaldo
3-0 A. Ismayilov ('61)

Rubin Kazan 1 - 0 Rabotnicki (2-1 samanlagt)
1-0 E. Carlos ('35)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner