Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 27. ágúst 2015 20:39
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Midtjylland sló Southampton út
Bilbao áfram á útivallarmörkum
Morten Rasmussen skaut Mið-Jótlandi áfram
Morten Rasmussen skaut Mið-Jótlandi áfram
Mynd: Getty Images
Dönsku meistararnir í Midtjylland eru búnir að tryggja sig inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með fræknum sigri á enska úrvalsdeildarliðinu Southampton.

Morten Rasmussen gerði eina mark leiksins á 28. mínútu, en fyrri viðureign liðanna lauk með 1-1 jafntefli þar sem Jay Rodriguez gerði jöfnunarmark Southampton úr vítaspyrnu.

Minnstu mátti muna að Athletic Bilbao kæmist ekki heldur í Evrópudeildina en liðið rétt marði MSK Zilina frá Slóvakíu.

Zilina vann fyrri leikinn heima, 3-2, og Bilbao vann 1-0 í kvöld og komst því áfram þökk sé útivallarmörkunum sem voru skoruð í Slóvakíu.

Midtjylland 1 - 0 Southampton (2-1 samanlagt)
1-0 M. Rasmussen ('28)

Athletic Bilbao 1 - 0 Zilina (3-3 samanlagt)
1-0 G. Elustondo ('24)

Riðlakeppni Evrópudeildarinnar:
Bordeaux
Ajax
Qarabag
Rubin Kazan
Krasnodar
Lech Poznan
St. Etienne
Sparta Prag
AZ Alkmaar
PAOK
Fenerbahce
Liberec
Gabala
Rosenborg
Borussia Dortmund
Molde
Viktoria Plzen
Athletic Bilbao
Midtjylland
Athugasemdir
banner
banner