fim 27. ágúst 2015 22:29
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Salzburg úr leik
Legia Varsjá mætti FH í undankeppni fyrir um áratug.
Legia Varsjá mætti FH í undankeppni fyrir um áratug.
Mynd: Fótbolti.net - Steingrímur Valgarðsson
Lokaleikjum umspils fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar var að ljúka rétt í þessu.

Belenenses frá Portúgal er komið áfram eftir markalaust jafntefli við austurríska félagið Altach og Legia Varsjá frá Póllandi lagði Zorya frá Úkraínu.

Mikil spenna ríkti í leik Salzburg og Dinamo Minsk sem þurfti að framlengja eftir að bæði lið unnu heimaleikina sína 2-0.

Markalaust var í framlengingunni en Dinamo Minsk vann vítaspyrnukeppnina og eru Hvítrússarnir því komnir í riðlakeppnina.

Salzburg 2 - 0 Dinamo Minsk (2-2 samanlagt - 2-3 í vítaspyrnukeppni)
1-0 T. Minamino ('11)
2-0 J. Soriano ('58)

Legia Varsjá 3 - 2 Zorya (4-2 samanlagt)
1-0 T. Brzyski ('16)
1-1 D. Khomchenovskiy ('39)
2-1 Guilherme ('62)
2-2 R. Malinovskiy ('66)
3-2 O. Duda ('95, víti)

Belenenses 0 - 0 Altach (1-0 samanlagt)

Riðlakeppni Evrópudeildarinnar:
Bordeaux
Ajax
Qarabag
Rubin Kazan
Krasnodar
Lech Poznan
St. Etienne
Sparta Prag
AZ Alkmaar
PAOK
Fenerbahce
Liberec
Gabala
Rosenborg
Borussia Dortmund
Molde
Viktoria Plzen
Athletic Bilbao
Midtjylland
Dinamo Minsk
Legia Varsjá
Belenenses
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner