Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 27. ágúst 2015 10:10
Elvar Geir Magnússon
Futsal: Ólsarar eiga enn veika von - Sjáðu mörkin í gær
Úr umfjöllun Luxemburger Sport um leik Ólafsvíkinga og Differdange í gær.
Úr umfjöllun Luxemburger Sport um leik Ólafsvíkinga og Differdange í gær.
Mynd: Luxemburger Sport
Ólsarar fengu leigðan dúk frá HSÍ fyrir mótið.
Ólsarar fengu leigðan dúk frá HSÍ fyrir mótið.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Víkingur Ólafsvík vann í gær 8-5 sigur gegn Differdange frá Lúxemborg í E-riðli Futsal Cup sem stendur yfir í Ólafsvík.

Ólsarar voru skrefinu á undan í stórskemmtilegum leik en gestirnir gerðu harða atlögu að þeim og staðan þegar lítið var eftir var 6-5. Differdange fórnaði markverði sínum til að bæta við í sóknina en heimamenn refsuðu.

Markvörðurinn Vignir Snær Stefánsson var meðal markaskorara Ólsara en hin mörk liðsins gerðu Kenan Turudija (2), Hrvoje Tokic (2), Tomasz Luba, William Da Silva og Kristófer Eggertsson.

Smelltu hér til að sjá mörkin

Þýska liðið langlíklegast
Í hinum leik gærdagsins lék Hamborg gegn Flamurtari frá Albaníu og vann 3-0 sigur. Albanska liðið lék líkt og gegn Víkingi Ólafsvík, lá til baka og notaði hraðar sóknir.

Þýska liðinu gekk brösuglega að skapa sér opin færi en þegar Stefan Winkel braut ísinn með glæsilegu skoti, smurði boltann í samskeytin, breyttist leikurinn algjörlega. Albanska liðið fór úr skotgröfunum og bætti við aukamanni í sóknarleikinn í stað markvarðar. Það nýtti Hamborg sér og bætti við tveimur mörkum.

Smelltu hér til að sjá mörkin

Ólsarar eiga enn möguleika
Lokaumferðin fer fram á morgun, föstudag. Hamborg er með 6 stig, Víkingur Ó og Flamurtari 3 stig og Differdange án stiga á botninum. Aðeins eitt lið kemst áfram.

Hamborgarliðið er lang sigurstranglegast eftir sigurinn í gær. Liðið þarf að forðast tap gegn Víkingum á föstudagskvöld og komast þá áfram. Ólsarar eiga enn möguleika en þá þurfa þeir að vinna þetta geysisterka þýska lið og treysta á að Flamurtari nái ekki að vinna Differdange. Innbyrðis viðureignir gilda umfram markatölu.

Allir leikir riðilsins eru sýndir í beinni útsendingu á Sport TV

Þriðjudagur 25. ágúst
Hamburg Panthers 6 - 2 Differdange
Víkingur Ó. 1 - 5 Flamurtari Vlorë

Miðvikudagur 26. ágúst
Flamurtari Vlorë 0 - 3 Hamburg Panthers
Víkingur Ó. 8 - 5 Differdange

Föstudagur 28. ágúst
17:00 Differdange - Flamurtari Vlorë
19:30 Hamburg Panthers - Víkingur Ó.
Athugasemdir
banner
banner