banner
   fim 27. ágúst 2015 09:34
Magnús Már Einarsson
John Stones grét á bensínstöð
John Stones gengur af velli eftir leikinn í gærkvöldi.
John Stones gengur af velli eftir leikinn í gærkvöldi.
Mynd: Getty Images
John Stones, varnarmaður Everton, er í sviðsljósinu þessa dagana en Chelsea hefur mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir áður en félagaskiptaglugginn lokar á mánudag.

Stones hefur sjálfur lagt fram beiðni um að verða seldur til Chelsea en Everton hefur ítrekað hafnað tilboðum frá ensku meisturunum.

Í gær spilaði Stones með Everton gegn Barnsley í deildabikarnum og á leiðinni heim hitti hann nokkra stuðningsmenn liðsins á bensínstöð.

Stuðningsmennirnir fóru að spyrja Stones út í stöðu mála og það endaði með því að varnarmaðurinn fór að gráta.

Steven Naismith, liðsfélagi Stones, tilkynnti stuðningsmönnunum síðan að Everton hafi bannað Stones að ræða sín mál meðan þau eru í óvissu.

Roberto Martinez, stjóri Everton, sagði enn á ný eftir leikinn í gær að Stones sé ekki til sölu en spurning er hvað gerist fyrir gluggalok.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner