Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. ágúst 2015 17:15
Magnús Már Einarsson
Viðtal
Kári Árna: Þetta verður eitthvað
Kári Árnason með bandið hjá Malmö.
Kári Árnason með bandið hjá Malmö.
Mynd: Getty Images
„Þetta verður eitthvað," sagði Kári Árnason varnarmaður Malmö við Fótbolta.net í dag rétt eftir að dregið var í Meistaradeildinni. Malmö er með Real Madrid, PSG og Shakhtar Donetsk í A-riðlinum.

„Það er nokkuð ljóst að við erum ólíklegir til að fara upp úr riðlinum. Við verðum að líta á þetta sem ævintýri og reyna að ná sem bestum úrslitum."

„Þér langar auðvitað að spila á móti þeim bestu og meta þig út frá þeim en á hinn bóginn viltu eiga smá séns á að komast upp úr riðlinum. Þegar þú færð þessi tvö lið þá gæti það orðið erfitt. Þetta voru blendnar tilfinningar."


Zlatan Ibrahimovic, framherji PSG, fær að mæta uppeldisliði sínu Malmö og spenna er í Svíþjóð fyrir komu hans.

„Hann talaði um það sjálfur að hann vildi spila í sínum heimabæ og hann fékk þá ósk uppfyllta. Zlatan er risastór hér í Svíþjóð enda einn þeirra allra fremsti íþróttamaður," sagði Kári sem hefur áður spilað við Zlatan.

„Hann er ekkert lamb að leika sér. Þetta fer eftir því hvort hann kveiki á sér eða ekki. Stundum nennir semi ekki að spila en í önnur skipti er ekkert hægt að ráða við hann. Ég efast ekki um að hann reyni ágætlega á sig."

Kári verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Hollendingum eftir viku og gegn Kasakstan þremur dögum síðar.

„Það er mikil eftirvænting. Það er nánast uppselt í Hollandi og þetta verða báðir mjög mikilvægir leikir," sagði Kári sem kemur í fínu formi til leiks. Ég er nýbúinn að spila og er kominn í gott stand. Það er allt mjög jákvætt," sagði Kári að lokum.

Sjá einnig:
Drátturinn í riðlana í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner