fim 27. ágúst 2015 09:05
Elvar Geir Magnússon
Kickoff CM leikurinn er kominn út
Íslenskur fótboltaleikur.
Íslenskur fótboltaleikur.
Mynd: Kickoff
Guðni Rúnar Gíslason.
Guðni Rúnar Gíslason.
Mynd: Haraldur Guðjónsson
Fótboltatölvuleikurinn Kickoff CM er kominn út. Það er íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Digon Games sem gefur leikinn út en leikurinn er aðgengilegur á kickoff.is. Áður hafði takmörkuðum fjölda spilara verið hleypt inn í gegnum sérstaka forskráningu á Fótbolti.net.

„Lesendur Fótbolta.net sem skráðu sig hafa veitt okkur mikla og góða endurgjöf á leikinn. Það á bæði við um það sem þeim finnst að mætti betur fara og það sem þeir eru ánægðir með. Það er mjög mikilvægt að hafa svona hóp á meðal notenda leiksins. Þessi hópur hefur líka spilað mikið og lengi sem er einkar ánægjulegt,“ segir Guðni Rúnar Gíslason leikjahönnuður Digon Games.

Hann segir notendur stjórna ferðinni þegar kemur að því hvað þeir spila mikið og hvenær þeir spila

„Það sem við höfum haft í huga við þróun leiksins er að gera hann eins aðgengilegan og mögulegt er. Við teljum það hafa heppnast einstaklega vel. Notendur eru enga stund að skrá lið til leiks og byrja að spila. Á sama tíma eru það notendur sem stjórna sinni dagskrá í leiknum sem gerir leikinn enn skemmtilegri fyrir vikið.“

Í Kickoff CM mynda allir notendur einn stóran fótboltaheim þar sem þeir spila hver gegn öðrum. Engin tölvugerð lið eru fyrir hendi heldur einungis lið sem stjórnað er af alvöru spilurum.

„Þetta gerir leikinn bæði fjölbreyttari og dýnamískari þegar þú sem notandi veist að allir leikirnir þínir eru gegn alvöru andstæðingum,“ segir Guðni Rúnar.

Smelltu hér til að nálgast leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner