Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. ágúst 2015 17:01
Elvar Geir Magnússon
Lionel Messi bestur í Evrópu
Cristiano Ronald og Lionel Messi.
Cristiano Ronald og Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, leikmaður Barcelona, hefur verið útnefndur besti fótboltamaður Evrópu en kosningin fór fram í Mónakó í dag.

Auk Messi voru Christiano Ronaldo, sem var handhafi titilsins, og Luis Suarez tilnefndir en langflestir bjuggust við sigri Messi og sú varð raunin.

Fyrr á þessu ári vann Barcelona sigur gegn Juventus í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en einnig tókst liðinu að vinna spænsku deildina og bikarinn. Þar var Messi auðvitað í lykilhlutverki.

Í kvennaflokki var þýska landsliðskonan Celia Sasic valin leikmaður ársins en í síðasta mánuði lagði hún skóna á hilluna. Hún varð markadrottning HM þar sem Þýskaland hafnaði í fjórða sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner