Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. ágúst 2015 21:35
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vefsíða WBA 
Peace ósáttur með hegðun Tottenham: Berahino fer ekki fet
Mynd: Getty Images
Jeremy Peace, forseti West Bromwich Albion, segir Saido Berahino ekki vera á leið frá félaginu á síðustu dögum félagsskiptagluggans.

Peace er ósáttur með tilboð Tottenham í leikmanninn sem kom á slæmum tíma fyrir félagið og hafði neikvæð og truflandi áhrif á leikmanninn.

„Ég er búinn að láta Saido vita að hann sé ekki á förum frá félaginu í þessum glugga," sagði Peace.

„Frá því að Tottenham bauð fyrst í leikmanninn 18. ágúst hef ég verið mjög skýr í sambandi við það að okkar helsti markaskorari sé ekki á förum í sumar.

„Okkar skipulag snýst um að Saido sé partur af leikmannahópnum og það eru tvær góðar ástæður fyrir því að við ætlum ekki að selja hann.

„Í fyrsta lagi, ef við hefðum, á einhverjum tímapunkti, íhugað að selja hann þá væri tilboðið frá Tottenham ekki næstum því nægilega gott.

„Í öðru lagi þá er tímasetning tilboðsins hræðileg fyrir okkur. Ég ber mikla virðingu fyrir Daniel Levy (forseta Tottenham) en hann hlýtur að skilja að við þurfum meiri tíma til að finna viðeigandi staðgengil fyrir lykilmann.

„Það sem þetta mál hefur skilað er að við höfum spilað síðustu tvo leiki án lykilmanns. Þessi tilboð hafa truflað Saido verulega og ég skil það, en er búinn að gera honum ljóst að það er honum fyrir bestu að hætta að hugsa um þetta og leggja allt í sölurnar fyrir Albion."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner