Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 27. ágúst 2015 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Santa Cruz snýr aftur til Malaga (Staðfest)
Roque Santa Cruz
Roque Santa Cruz
Mynd: Getty Images
Paragvæski markahrókurinn Roque Santa Cruz er genginn til liðs við Malaga frá Cruz Azul í Mexíkó.

Aðeins eru átta mánuðir síðan Santa Cruz yfirgaf spænska liðið fyrir Cruz Azul þar sem hann fékk risasamning og var launahæsti leikmaður mexíkósku úrvalsdeildarinnar.

Santa Cruz skoraði fjögur mörk í tíu leikjum fyrir Cruz Azul.

Þessi 34 ára framherji verður á láni hjá Malaga út leiktíðina en hann gerði 21 mark fyrir félagið á tveimur og hálfu tímabili og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins.

Santa Cruz hefur meðal annars leikið fyrir Bayern Munchen, Man City og Blackburn á ferli sínum auk þess að eiga 106 landsleiki fyrir Paragvæ.
Athugasemdir
banner
banner
banner