Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. ágúst 2015 12:30
Magnús Már Einarsson
Víðir Sig spáir í leiki 19. umferðar í 1. deildinni
Víðir Sigurðsson.
Víðir Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólsarar geta tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni á þriðjudag.
Ólsarar geta tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni á þriðjudag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
19. umferðin í 1. deild karla fer fram um næstu dagana. Mikil barátta er um sæti í Pepsi-deildinni og fallbaráttan er einnig hörð.

Víkingur Ólafsvík getur tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni í komandi umferð á meðan KA og Þróttur berjast um 2. sætið.

BÍ/Bolungarvík er fallið en Grótta, Selfoss og Fram eru öll að reyna að forðast að lenda í 11. sætinu.

Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu spáði í spilin fyrir komandi leiki.



Haukar 3 - 1 Selfoss (18:00 í kvöld)
Haukar hafa átt fína seinni umferð og halda sínu striki. Björgvin Stefánsson gæti hæglega skorað þrennu og Selfoss verður áfram í bullandi fallhættu.

Fram 3 - 0 BÍ/Bolungarvík (14:00 á laugardag)
Fram er með mun betra lið þó stigasöfnunin hafi ekki verið sérstök. Útlendingahersveitin að vestan er búin að kasta inn hvíta handklæðinu, enda þegar fallin í 2. deild.

Grótta 0 - 0 Þór (14:00 á laugardag)
Gróttumenn krækja sér í dýrmætt stig í hörðum fallslagnum en skora ekki frekar en oft áður. Það er hinsvegar erfitt að skora hjá liðum sem Gunnar Guðmundsson stjórnar og það hefur sýnt sig í sumar.

KA 3 - 0 HK (15:00 á laugardag)
KA hefur heldur betur tekið við sér og eiga nú ansi góða möguleika á að fara upp eftir allt sem var á undan gengið. HK er á tiltölulega lygnum sjó og verður Akureyrarliðinu lítil fyrirstaða að þessu sinni.

Fjarðabyggð 2 - 2 Þróttur (15:15 á laugardag)
Bæði lið hafa gefið talsvert eftir og Þróttarar hafa ekki verið eins sannfærandi í síðustu leikjum og þeir voru lengst af í sumar. Jafntefli sem eykur enn á spennuna í slagnum um annað sætið.

Grindavík 1 - 3 Víkingur Ó.(18:00 á þriðjudag)
Ejub og hans menn eru á það mikilli siglingu að ég sé ekki sterkt lið Grindavíkur stöðva þá. Áttundi sigurinn í röð gulltryggir Ólsurum sæti í efstu deild.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner