Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. ágúst 2016 16:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Vestri hafði betur gegn Magna - Jafnt á Egilsstöðum
Sólon Breki Leifsson setti tvö fyrir Vestra
Sólon Breki Leifsson setti tvö fyrir Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur leikjum er lokið í 2. deild karla í dag. Þetta voru leikir í 18. umferð sem senn fer að ljúka.

Það var jafnt hjá Hetti og Völsungi. Alexander Már Þorláksson kom heimamönnum úr Hetti yfir snemma leiks, en þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum jafnaði Ásgeir Kristjánsson fyrir Völsung. Lokatölur því 1-1 en bæði lið þurftu á sigri að halda til þess að koma sér almennilega frá fallbaráttunni.

Vestri gerði vel og vann Magna frá Grenivík, 4-2 á heimavelli. Sólon Breki Leifsson setti tvö mörk fyrir Vesta, en auk hans komust Matthew Nigro og Viktor Júlíusson á blað. Nú munar aðeins einu stigi á liðunum í 4. og 5. sæti deildarinnar, en liðin eiga ekki mikinn möguleika á því að komast upp um deild.

Lið Sindra lagði svo Njarðvík að velli með einu marki gegn engu. Sigurmarkið kom á 56. mínútu og það gerði Kristinn Justiniano Snjólfsson. Sindri er nú með 23 stig um miðja deild á meðan Njarðvík er með þremur stigum minna í 8. sæti

Höttur 1 - 1 Völsungur
1-0 Alexander Már Þorláksson ('4 )
1-1 Ásgeir Kristjánsson ('78 )

Vestri 4 - 2 Magni
1-0 Sólon Breki Leifsson ('4 )
1-1 Fannar Freyr Gíslason ('18 )
2-1 Matthew Nigro ('36 )
3-1 Viktor Júlíusson ('45 )
3-2 Kristinn Þór Rósbergsson ('51 )
4-2 Sólon Breki Leifsson ('93 )
Rautt spjald: Guiseppe P Funicello, Vestri ('80 )

Njarðvík 0 - 1 Sindri
0-1 Kristinn Justiniano Snjólfsson ('56 )

Leik KF og KV var frestað til 16:00

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner