Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 27. ágúst 2016 16:10
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kópavogsvelli
Byrjunarlið Breiðabliks og Stjörnunnar: Guðjón Baldvins ekki með
Gaui er ekki með í dag.
Gaui er ekki með í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ellert Hreinsson kemur inn í lið Breiðabliks.
Ellert Hreinsson kemur inn í lið Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik og Stjarnan mætast í eina leik Pepsi-deilarinnar í dag á Kópavogsvelli.

Liðin eru í 3. og 4. sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir FH. Þetta er í raun einn allra síðasti séns fyrir bæði lið til að eiga einhvern séns í FH-inga.

Stjörnunni hefur gengið illa undanfarið og aðeins fengið eitt stig úr síðustu þrem leikjum sínum. Breiðablik hefur á sama tíma unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað einum leik.

Byrjunarliðin eru orðin ljós. Ellert Hreinsson kemur inn í lið Breiðabliks í staðin fyrir Gísla Eyjólfsson sem er í banni og er það eina breyting heimamanna frá 1-1 leiknum gegn KR í síðustu umferð. Jóhann Laxdal kemur inn í lið Stjörnunnar ásamt Arnari Má Björgvinssyni og Hallóri Orra Björnssyni. Guðjón Baldvinsson er ekki með Stjörnunni í dag.

SMELLTU HÉR til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Byrjunarlið Breiðabliks:
Gunnleifur Vignir Gunnleifsson
Oliver Sigurjónsson
Damir Muminovic
Elfar Freyr Helgason
Arnþór Ari Atlason
Árni Vilhjálmsson
Davíð Kristján Ólafsson
Ellert Hreinsson
Daniel Bamberg
Alfons Sampsted
Andri Rafn Yeoman

Byrjunarlið Stjörnunnar:
Duwayne Kerr
Brynjar Gauti Guðjónsson
Jóhann Laxdal
Daníel Laxdal
Arnar Már Björgvinsson
Heiðar Ægisson
Hörður Árnason
Hilmar Árni Halldórsson
Halldór Orri Björnsson
Hólmbert Aron Friðjónsson
Eyjólfur Héðinsson
Athugasemdir
banner
banner