Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. ágúst 2016 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Livermore í ítarlegu viðtali - „Átti að vera besti helgi lífs míns"
Jake Livermore opnar sig í viðtali við <i>BBC</i>
Jake Livermore opnar sig í viðtali við BBC
Mynd: Getty Images
Hull er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina
Hull er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Jake Livermore er í ítarlegu viðtali hjá Jermaine Jenas á BBC og ræðir þar um erfiða lífsreynslu sem hann gekk í gegnum fyrir rúmum tveimur árum.

Livermore gekk í raðir Hull City tímabilið 2013/14 og það tímabil endaði liðið í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa komið upp úr Championship-deildinni. Liðið var að fara að spila í úrslitum FA-bikarsins gegn Arsenal og maki Livermole var að fara eignast þeirra fyrsta barn. Allt var í blóma hjá miðjumanninum, en þetta tók skyndilega aðra stefnu.

„Þetta hefði átt að vera besti helgi lífs míns," sagði Livermore. „Þetta er það sem krökkum dreymir um. Við vorum hátt uppi eftir tímabilið, við vorum þegar öruggir í deildinni og við höfðum komið mjög á óvart," sagði Livermore.

„Eftir úrslitaleikinn fékk konan mín hríðir og eftir það fór eiginlega allt úr böndunum."
Nýfætt barn Livermore lést við fæðingu og það tók eins og gefur að skilja gríðarlega á fyrir Livermore og hans fjölskyldu. „Að missa son í atburðarás sem hefði átt að vera undir stjórn - og var undir stjórn á einum tímapunkti - gerir allt erfiðara til að takast á við."

„Þetta hefði átt að vera glæsilegur og hamingjusamur tími fyrir alla. Þetta var sorglegt og mjög erfitt að takast á við þetta. Ég lenti á stað sem ég myndi ekki óska mínum versta óvini að lenda á."


Undir lok tímabilsins á eftir fannst kókaín í blóði Livermore, en hann segir að það hafi verið ákveðinn léttir þegar málið komst upp.

„Að minnsta kosti komst fólk að því andlega ástandi sem ég þurfti að takast á við. Það var eitthvað miklu dýpra sem ég þurfti að koma frá mér. En hvort sem þú ert of sterkur til að tala um það eða ekki nógu sterkur, þá kom það ekki út," sagði Livermore.

„Enska knattspyrnusambandið og samtök atvinnumanna gerðu ekkert annað en að styða við bakið á mér þegar þetta allt kom út. Þetta er eitthvað sem ég myndi hvetja alla unga leikmenn sem eiga við vandræði að stríða að gera... að fara og tala við þetta fólk."

Livermore var settur í bann á meðan málið var rannsakað, en enska knattspyrnusambandið ákvað að lokum að setja hann ekki í bann að sökum aðstæðna.

„Þegar ég kom aftur til liðsfélaga minna, þá voru engin orð sögð. Ég knúsaði þá bara alla, en það voru engin orð sem voru eitthvað meira við hæfi á þeirri stundu."

„Að labba inn á völlinn í endurkomu minni var eitt af bestu augnablikum lífs míns. Ég var ekki fær um það að spila með bros á vör um tíma, en nú er það komið aftur,"
sagði Livermore að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner