Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. ágúst 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Gerrard vill að knattspyrnusambandið noti fyrrum leikmenn
Gerrard hress á æfingu
Gerrard hress á æfingu
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool og enska landsliðsins, hvetur enska knattspyrnusambandið til þess að nota fyrrum leikmenn Englands við það að aðstoða enska landsliðið.

Sam Allardyce mun velja sinn fyrsta landsliðshóp hjá Englandi á sunnudaginn. England mætir Slóvakíu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM þann 4. september.

Gerrard var einn af þeim mörgu sem enska knattspyrnusambandið ráðfærði sig við í vali á nýjum þjálfara og Gerrard telur sjálfur að ef fyrrum leikmenn Englands fái tækifæri til þess að aðstoða á æfingasvæðinu þá myndi það bara hjálpa.

„Mér finnst ekki eins og þeir eigi að vera neyddir til þess að hjálpa, en það er sóun að hálfu knattspyrnusambandsins ef þeir notfæra sér ekki leikmenn sem hafa spilað yfir 100 sinnum fyrir England, eða 50, 60, 70 sinnum," sagði Gerrard.

„Ég setti mig í spor krakkanna. Ef þú ert 17, 18, 21 árs eða ef þú ert Ross Barkley, Dele Alli og ef þú mætir og spilar fyrir England, viltu ekki sjá menn eins og Frank Lampard eða Rio Ferdinand?"

„Ég hefði elskað það. Ég hefði elskað það að koma inn í hópinn hjá Englandi og sjá Paul Ince eða Tony Adams."

Athugasemdir
banner