Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. ágúst 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Breiðablik og Stjarnan ætla að pressa á FH
Blikar mæta Stjörnunni á heimavelli
Blikar mæta Stjörnunni á heimavelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA er í ansi vænlegri stöðu í Inkasso-deildinni
KA er í ansi vænlegri stöðu í Inkasso-deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nú fer senn að styttast í annan endann á þessu skemmtilega fótboltasumri, en þetta er aldeilis ekki búið enn. Í dag er nóg um að vera, það er leikið í tveimur efstu deildunum hjá körlunum sem og í neðri deildunum.

Aðalleikur dagsins er grannaslagur Breiðabliks og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla. Bæði lið eru með 27 stig og vonast til þess að setja einhverja pressu á topplið FH sem er í ansi vænlegri stöðu á toppi deildarinnar á þessari stundu.

Í Inkasso-deildinni lýkur 18. umferðinni með þremur leikjum. KA-menn geta komist aftur á topp deildarinnar með sigri á HK og vinni þeir leikinn verða þeir í ansi góðum málum með það að komast upp í Pepsi-deildina. Leiknir F. og Huginn mætast í fallbaráttuslag og á sama tíma mætast Þór og Fjarðabyggð.

Það eru svo fjórir leikir í 2. deild karla og þar getur Magni frá Grenivík meðal annars sett pressu á Gróttu og Aftureldingu í baráttunni um að komast upp með ÍR. Magni mætir Vestra og þeir þurfa sigur þar. Það fer einnig fram heil umferð í 3. deild karla og svo ljúka nokkur lið keppni í 4. deild karla.

laugardagur 27. ágúst

Pepsi-deild karla 2016
17:00 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur - Stöð 2 Sport)

Inkasso deildin 1. deild karla 2016
14:00 Þór-Fjarðabyggð (Þórsvöllur)
14:00 Leiknir F.-Huginn (Fjarðabyggðarhöllin)
16:00 HK-KA (Kórinn)

2. deild karla 2016
14:00 Höttur-Völsungur (Vilhjálmsvöllur)
14:00 Vestri-Magni (Torfnesvöllur)
14:00 KF-KV (Ólafsfjarðarvöllur)
14:00 Njarðvík-Sindri (Njarðtaksvöllurinn)

3. deild karla 2016
13:00 KFR-Vængir Júpiters (SS-völlurinn)
14:00 Dalvík/Reynir-Reynir S. (Dalvíkurvöllur)
14:00 Þróttur V.-Tindastóll (Vogabæjarvöllur)
14:00 Víðir-KFS (Nesfisk-völlurinn)
14:00 Einherji-Kári (Vopnafjarðarvöllur)

4. deild karla 2016 A-riðill
16:00 Berserkir-Mídas (Víkingsvöllur)
16:30 Hörður Í.-Ýmir (Torfnesvöllur)

4. deild karla 2016 C-riðill
14:00 Kormákur/Hvöt-Augnablik (Hvammstangavöllur)
14:00 Hvíti riddarinn-Ísbjörninn (Varmárvöllur)

4. deild karla 2016 D-riðill
14:00 KH-Kría (Valsvöllur)
14:00 Kóngarnir-Álftanes (Leiknisvöllur)
14:00 Vatnaliljur-Hamar (Fagrilundur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner