lau 27. ágúst 2016 20:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ítalía: Napoli vann Milan í rosalegum leik
Arkadiusz Milik fagnar í kvöld.
Arkadiusz Milik fagnar í kvöld.
Mynd: Getty Images
Napoli 4 - 2 Milan
1-0 Arkadiusz Milik ('18 )
2-0 Arkadiusz Milik ('33 )
2-1 M'Baye Niang ('51 )
2-2 Suso ('55 )
3-2 Jose Callejon ('74 )
4-2 Alessio Romagnoli ('90 , sjálfsmark)


Rautt spjald: ,Juraj Kucka, Milan ('77)M'Baye Niang, Milan ('88)

Napoli og AC Milan mættust í seinni leik dagsins í ítölsku Serie A.

Það er óhætt að segja að þetta hafi verið hörkuleikur því það voru skoruð sex mörk og litu tvö rauð spjöld dagsins ljós að auki.

Napoli byrjaði betur því eftir rúmlega hálftíma leik var Arkadiusz MIlik búinn að skora tvíveigis og koma heimamönnum í þægilega stöðu.

Milan liðið neitaði að gefast upp því eftir tíu mínútur í seinni hállfeik var staðan orðin 2-2. M'Baye Niang minnkaði muninn áður en Suso jafnaði leikinn.

Það var hins vegar nóg eftir því Jose Callejon kom Napoli yfir þegar um korter var eftir, nokkrum mínútum síðar fékk Juraj Kucka að líta rauða spjaldið og rúmum tíu mínútum eftir það fór M'Baye Niang, sömu leið.

Napoli gékk svo frá sigrinum þegar Alessio Romagnloli skoraði sjálfsmark og var því 4-2 sigur raunin í þessum magnaða leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner