Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. ágúst 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sirigu og Stambouli farnir frá Paris Saint-Germain
Sirigu mun verja mark Sevilla á þessu tímabili
Sirigu mun verja mark Sevilla á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Franska stórliðið Paris Saint-Germain hefur tekið þá ákvörðun að láta þá Salvatore Sirigu og Benjamin Stambouli fara frá félaginu.

Sirigu er ítalskur markvörður sem hefur undanfarin ár varið markið hjá PSG. Hann mun nú halda til Spánar og spila með Sevilla. Hann kemur til Sevilla á láni út þessa leiktíð.

Hinn 29 ára gamli Sirigu var aðalmarkvörðurinn hjá PSG fyrir síðustu leiktíð, en þá var fjárfest í þýska markverðinum Kevin Trapp. Sá gerði sér lítið fyrir og hirti sætið af Sirigu sem hefur nú eins og áður segir verið lánaður til Sevilla þar sem hann mun spila á þessari leiktíð.

Það komu aðrar fréttir frá PSG á svipuðum tíma þar sem miðjumaðurinn Benjamin Stambouli hefur verið seldur til Schalke 04 í Þýskalandi.

Stambouli var keyptur til PSG frá Tottenham síðasta sumar og hann kom við sögu í 27 deildarleikjum á síðustu leiktíð. Hann er þó ekki í áætlunum hjá nýjum stjóra, hinum spænska Unai Emery.

„Ég hef haft miklar mætur á þessu félagi síðan ég spilaði gegn því í Meistaradeildinni árið 2012. Ég held að Bundesligan sé besta deildin fyrir mig," sagði Stambouli eftir að kaupin gengu í gegn.
Athugasemdir
banner