Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. ágúst 2016 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stelpurnar áfram í 16. sæti á heimslistanum
Ísland er enn sextánda besta þjóð í heimi
Ísland er enn sextánda besta þjóð í heimi
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Íslenska kvennalandsliðið stendur í stað nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í gærmorgun. Ísland er áfram í 16. sæti listans.

Ísland hóf árið í 20. sæti, en frábært gengi í undankeppni EM 2017 hefur hjálpað liðinu að komast ofar á listanum.

Síðasti listi var gefinn út í júní og þá tók Ísland mesta stökkið eftir að hafa unnið magnaðan útisigur á Skotum og burst gegn Makedóníu hér heima.

Næsti leikur Íslands er gegn Slóveníu á Laugardalsvelli þann 16. september og þá getur liðið endanlega gulltryggt sæti sitt í lokakeppni EM sem fer fram í Hollandi á næsta ári.

Kanada tekur stærsta stökkið á listanum að þessu sinni eftir að hafa unnið til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó.

Heimslisti kvenna:
1. Bandaríkin
2. Þýskaland
3. Frakkland
4. Kanada
5. England
6. Svíþjóð
7. Ástralía
8. Japan
9. Norður-Kórea
10. Brasilía
11. Noregur
12. Holland
13. Kína
14. Spánn
15. Sviss
16. Ísland
17. Ítalía
18. Nýja-Sjáland
19. Suður-Kórea
20. Danmörk

Smelltu hér til að sjá listann í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner