Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. ágúst 2016 15:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Aubameyang í stuði í sigri Dortmund - Alfreð byrjaði
Aubameyang byrjar tímabilið af krafti
Aubameyang byrjar tímabilið af krafti
Mynd: Getty Images
Alfreð spilaði 63 mínútur í tapi
Alfreð spilaði 63 mínútur í tapi
Mynd: Getty Images
Þýska úrvalsdeildin, Bundesligan svokallaða, er aftur byrjuð að rúlla eftir sumarfrí. Opnunarleikurinn var í gær þegar Bayern München fór illa með Werder Bremen, en nú fyrir stuttu var fimm leikjum til viðbótar í fyrstu umferðinni að ljúka.

Helstu keppinautar Bayern München um titilinn eru Borussia Dortmund og þeir mættu Mainz á heimavelli. Í þeim leik reyndist Dortmund sterkara og að lokum fór svo að heimamenn unnu 2-1 sigur. Pierre Emerick Aubameyang setti bæði mörk Dortmund í leiknum, en hann ætlar að berjast við Pólverjann Robert Lewandowski um markakóngstitilinn í Þýskalandi. Lewandowski setti þrennu í gær.

Wolfsburg byrjar á 2-0 sigri, en þeir unnu Alfreð Finnbogason og félaga í Augsburg. Daniel Didavi skoraði fyrsta markið á 35. mínútu og bakvörðurinn Ricardo Rodriguez var svo á ferðinni þegar lítið var eftir. Alfreð byrjaði leikinn hjá Augsburg en hann var tekinn af velli á 63. mínútu.

Að öðrum úrslitum má nefna það að Eintracht Frankfurt vann nokkuð óvæntan sigur á Schalke 04 þar sem Alexander Meier, sóknarmaður Frankfurt, skoraði og klúðraði vítaspyrnu. Köln hafði betur gegn Darmstadt og þá skildu Hamburger og Ingolfstadt jöfn á heimavelli fyrrnefnda liðsins.




Borussia D. 2 - 1 Mainz
1-0 Pierre Emerick Aubameyang ('17 )
2-0 Pierre Emerick Aubameyang ('89 , víti)
2-1 Yoshinori Muto ('90 )

Köln 2 - 0 Darmstadt
1-0 Marcel Risse ('11 )
2-0 Anthony Modeste ('61 )

Hamburger 1 - 1 Ingolstadt
1-0 Bobby Wood ('30 )
1-1 Lukas Hinterseer ('79 )

Augsburg 0 - 2 Wolfsburg
0-1 Daniel Didavi ('35 )
0-2 Ricardo Rodriguez ('89 )

Eintracht Frankfurt 1 - 0 Schalke 04
1-0 Alexander Meier ('13 )
1-0 Alexander Meier ('68 , Misnotað víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner