Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. ágúst 2016 14:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var Pochettino fyrsti kostur hjá Manchester United?
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino
Mynd: Getty Images
Jermaine Jenas, fyrrum leikmaður Tottenham, heldur því fram að Maurico Pochettino hafi verið fyrsti kosturinn í stjórastarfið hjá Manchester United eftir að Louis van Gaal var rekinn eftir síðasta leiktímabil.

Portúgalinn Jose Mourinho fékk starfið, en samkvæmt Jenas var Pochettino sá sem stjórnin hjá United vildi mest fá í starfið.

„Ef Pochettino hefði verið á lausu þá hefði hann verið fyrsti kosturinn hjá Manchester United, 100%," sagði Jenas við BBC Radio 5 Live. „Ég held að þeir hefðu alltaf tekið hann fram yfir Mourinho."

Pochettino hefur gert frábæra hluti með Tottenham, byggt upp hörkulið sem lengi var í baráttunni um titilinn í fyrra. Liðið endaði að lokum í 3. sæti á eftir Leicester og Arsenal.

Hér að neðan má hlusta á hljóðbrot, en það hefst eftir 43 mínútur og 55 sekúndur



Sjá einnig:
Pistill - Hver er maðurinn á bak við titilvonir Tottenham?
Athugasemdir
banner
banner