Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. ágúst 2016 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Guardian 
Wenger: Horfðu á andlitið á mér - Enginn hættur að versla
Arsene Wenger
Arsene Wenger
Mynd: Getty Images
Arsenal er að kaupa þá Lucas Pér­ez og Sh­kodr­an Mu­stafi fyrir samtals 52 milljónir punda, en franski stjórinn Arsene Wenger er ekki á því máli að þetta séu „panikk“ kaup. Hann segir að stuðningsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni verði hissa á því hversu mörg kaup muni ganga í gegn á næstu dögum. Félagsskiptaglugginn lokar á miðvikudaginn.

Perez mun koma frá Deportivo fyrir 17,1 milljón punda og Mustafi frá Valencia fyrir 35 milljónir punda sem gera samtals um 52 milljónir punda. Wenger var spurður út í þessi kaup og hvort að hann væri að gera þetta í fljótfærni og hann var bara nokkuð léttur á því eins og venjulega.

„Horfðu á and­litið á mér. Er þetta andlit sem fer út í „panikk" kaup?," sagði Wenger og brosti.

„Nei, málið er þannig að allir eru að bíða eftir því að landa kaupum. Þegar (erlent) félag vill selja ensku félagi þá biðja þeir um gríðarlega háa upphæð. Svo það tekur tíma að komast að samkomulagi (um kaupfé). Á næstu tveimur til þremur dögum munu allir komast að samkomulagi."

Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa nú þegar eytt 900 milljónum punda í kaup, en í fyrra var heildarupphæðin 870 milljónir punda. Wenger var spurður út í það hvort hann telji að heildarkaupin fari yfir milljarð punda og hann býst við því.

„Milljarð? Hærra en það. Ég veit ekki hversu hátt en ég er viss um það að félög á Englandi eiga mikinn pening sem þau hafa ekki eytt. Hver er hættur að versla? Enginn. Þið munuð sjá hversu mörg kaup ganga í gegn á næstu dögum. Það mun koma ykkur mjög á óvart," sagði Wenger að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner