Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 27. september 2016 22:28
Ívan Guðjón Baldursson
Alan Shearer: Reiður og sorgmæddur
Alan Shearer og Michael Owen léku saman hjá Newcastle.
Alan Shearer og Michael Owen léku saman hjá Newcastle.
Mynd: Getty Images
Alan Shearer, sem skoraði 30 mörk í 63 landsleikjum fyrir England á sínum tíma, er hneykslaður yfir hegðun Sam Allardyce sem var látinn hætta störfum sem landsliðsþjálfari Englendinga fyrr í kvöld.

Shearer er í dag einn af virtustu knattspyrnusérfræðingum Englands og tjáði sig um málið í útvarpsviðtali.

„Ég er reiður og sorgmæddur, það er skelfilegt að heyra svona frá manni sem er í draumastarfinu sínu, þjálfari enska landsliðsins," sagði Shearer á BBC Radio 5.

„Ég hélt að England gæti ekki sokkið lægra heldur en eftir Evrópumótið í sumar en það gerðist. Enska landsliðið er orðið aðhlátursefni fyrir allan knattspyrnuheiminn. Það hryggir mig.

„Að vera landsliðsþjálfari Englands er ekki sérlega eftirsóknarvert ef litið er á sögu síðustu ára."

Athugasemdir
banner
banner
banner