banner
   þri 27. september 2016 11:15
Magnús Már Einarsson
Árni Vill: Gunnar Jarl fær 10/10
Árni Vilhjálmsson.
Árni Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, hefur komið dómaranum Gunnari Jarli Jónssyni til varnar eftir að hann lét Atla Viðar Björnsson heyra það í leik Víkings R. og FH um helgina.

Í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport var sýnt myndskeið úr leik Víkings R. og FH. Eftir einhver orðaskipti milli Gunnars og Atla Viðars sagði Gunnar reiðilega: „Grjóthaltu kjafti og vertu kurteis" en það heyrist greinilega á upptökunni,

Gunnar Jarl er búinn að hringja í Atla Viðar og biðjast afsökunar eins og kom fram á Fótbolta.net í dag.

Árni Vilhjálmsson setti færslu á Twitter þar sem hann hrósar Gunnari fyrir að svara frekar fyrir sig eftir tuð, frekar en að gefa leikmanni gult spjald. Hér að neðan má sjá Twitter færslu Árna.


Sjá einnig:
Gunnar Jarl hringdi í Atla Viðar og bað hann afsökunar
Athugasemdir
banner
banner