Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 27. september 2016 19:26
Elvar Geir Magnússon
Drekabaninn skoraði auðvitað á King Power
Islam Slimani að skora í kvöld.
Islam Slimani að skora í kvöld.
Mynd: Getty Images
Nú stendur yfir fyrsti heimaleikur Leicester í sögu Meistaradeildarinnar en liðið er að leika gegn Porto. Leicester átti óskabyrjun í keppninni með því að vinna 3-0 útisigur gegn Club Brugge.

Staðan í leiknum gegn Porto er 1-0 Leicester í hag en það er ekki langt í hálfleik. Alsíringurinn Islam Slimani skoraði með skalla á 25. mínútu. Fyrsta Meistaradeildarmarkið á King Power leikvanginum.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Slimani hafi skorað gegn Porto en hann er kallaður „drekabaninn" vegna þess að hann skorar alltaf gegn liðinu. „Drekarnir" er gælunafn Porto.

Þegar Slimani spilaði með Sporting Lissabon skoraði hann sex mörk í sex leikjum gegn Porto og stuðningsmenn Sporting byrjuðu að nota „drekabana" nafnið á hann.

Fylgst er með gangi mála í helstu leikjum kvöldsins í úrslitaþjónustu á forsíðu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner