Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 27. september 2016 10:23
Elvar Geir Magnússon
John Cross: Stóri Sam lítur út eins og fáviti
John Cross fylgdist með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi.
John Cross fylgdist með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allardyce er í veseni.
Allardyce er í veseni.
Mynd: Getty Images
„Sam Allardyce hefur hegðað sér barnalega og heimskulega, það var klárlega græðgi hans sem gerði það að verkum að hann komst í þetta klandur hjá rannsóknarblaðamönnum," segir John Cross, yfirmaður fótboltafrétta hjá Daily Mirror.

„Þrátt fyrir að hann hafi verið eins og hálfviti tel ég samt að Stóri Sam eigi ekki að fá brottrekstur vegna þessa skandals. Það er ótrúlegt hvað landsliðsþjálfarar Englands eru duglegir að koma sér í klandur. Kannski hafa þeir bara of mikinn frítíma."

Sam Allardyce, landsliðsþjálfari Englands, er helsta umræðuefnið á Bretlandseyjum eftir alvarlega uppljóstrun sem Telegraph birti.

„Það heimskulegasta hjá honum var að bjóða ráðgjöf um hvernig beygja eigi reglur varðandi eignarhald þriðja aðila. Það er líklega það versta sem kemur fram og þarfnast mestrar útskýringar."

Þá segir Cross að hann þurfi að hringja í Roy Hodgson, fyrrum landsliðsþjálfara Englands, og biðjast afsökunar á að hafa gert grín að talgalla hans. Það sama gildir um efasemdir hans um hlutverk Gary Neville hjá enska landsliðinu.

„Það þarf ekkert að ræða það að Allardyce hafi sett spurningamerki við hugarfar leikmanna. Hann hefur meira að segja sagt það á fréttamannafundum."

Í þessum skrifuðu orðum eru fundarhöld hjá enska knattspyrnusambandinu þar sem ákveðið verður hvernig bregðast eigi við uppljóstrunum Telegraph.

„Hnífarnir hafa verið dregnir á loft á samskiptamiðlum sem blæs alla fréttina enn frekar upp. Fólk í fótboltasamfélaginu ræðst að Stóra Sam. Svona er fótboltaheimurinn óvæginn. Það væri samt vitleysa að ráða annan landsliðsþjálfara, þess utan er enginn augljós kostur í hans stað. Sem er reyndar ástæða þess að Stóri Sam fékk þetta starf í upphafi," segir Cross.

„Hann lítur út eins og fáviti. Það er vandræðalegt. Þetta mál veikir stöðu hans og vekur upp spurningar um dómgreind hans. En ég vona að hann verði ekki rekinn fyrir þetta og það eftir aðeins einn leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner