Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 27. september 2016 21:31
Ívan Guðjón Baldursson
Ranieri, Morgan og Mahrez ánægðir með stigin
Mynd: Getty Images
Leicester City er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar á sínu fyrsta tímabili í Meistaradeild Evrópu.

Leicester fór létt með Club Brugge í fyrstu umferð og lagði Porto á heimavelli í kvöld þökk sé sigurmarki Islam Slimani, sem skallaði boltanum í netið eftir magnaða fyrirgjöf frá Riyad Mahrez.

„Síðustu 10 mínúturnar voru mjög erfiðar en menn héldu sér einbeittum og hleyptu engu í gegn," sagði Claudio Ranieri, stjóri Leicester.

„Við þurftum virkilega að hafa fyrir þessum sigri og erum allir himinlifandi með stigin þrjú. Islam Slimani er mjög erfiður viðureignar og á allt hrós skilið," sagði fyrirliðinn, Wes Morgan.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en við lögðum okkur alla fram og náðum í stigin," sagði Mahrez.
Athugasemdir
banner
banner
banner