Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 27. september 2016 14:39
Elvar Geir Magnússon
Totti 40 ára í dag - Hefur aldrei ráðið eða rekið þjálfara
Til hamingju með daginn Totti!
Til hamingju með daginn Totti!
Mynd: Getty Images
Afmælisbarn dagsins er goðsögnin Francesco Totti sem fagnar 40 ára afmæli sínu. Þessi magnaði töffari hefur aðeins spilað fyrir eitt félagslið, Roma síðan 1992.

Hann hefur unnið ítalska meistaratitilinn með félaginu og bikarmeistaratitilinn tvívegis. Stærsta stund hans á ferlinum kom þó með ítalska landsliðinu þegar hann varð heimsmeistari með liðinu 2006.

Totti er svo sannarlega goðsögn en hann er enn að og skorar mikilvæg mörk fyrir Rómverja þó fasta byrjunarliðssætið sé ekki lengur til staðar.

„Ég hef fengið ótrúlegt magn hamingjuóska héðan og þaðan úr heiminum. Það hefur verið gaman að taka á móti kveðjum frá ótrúlegu íþróttafólki úr öðrum íþróttum, fólk sem ég hef mikið álit á," segir Totti.

Totti er óumdeilanlega kóngurinn hjá Roma. Háværar sögusagnir hafa verið um að hann sé það stór innan félagsins að ef hann líki ekki við þjálfarann sé hann látinn taka pokann sinn.

„Ég hef aldrei ýtt þjálfara frá félaginu og aldrei látið ráða þjálfara sem ég vil fá. Ég er hluti af hóp og hef alltaf farið í sömu stefnu og félagið," segir Totti.

Totti segist hafa breyst með árunum.

„Auðvitað. Þegar þú ert orðinn 40 ára hugsarðu ekki bara um fótboltann. Ég er það heppinn að eiga yndilega fjölskyldu, þrjú falleg börn. Ég hugsa 50% um fjölskylduna og 50% um fótboltann. Þegar ég kem heim þá hætti ég að hugsa um fótboltann."

Hann fékk þá spurningu hvort það sé einhver einn mótherji sem hann beri meiri virðingu fyrir en öðrum í gegnum ferilinn?

„Ég ber virðingu fyrir þeim öllum. Virðing er það sem telur í fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner