Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 27. október 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Blanc vonast til að taka við Man Utd
Powerade
Blanc vill taka við Man Utd en hann lék með liðinu á sínum tíma.
Blanc vill taka við Man Utd en hann lék með liðinu á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Rooney gæti farið til Inter.
Rooney gæti farið til Inter.
Mynd: Getty Images
Það er fullt af mjög áhugaverðum sögum í slúðurpakkanum í dag!



Inter er að íhuga að fá Wayne Rooney til liðs við sig frá Manchester United. (Calcio Mercato)

Laurent Blanc vill ekki taka við Inter af Frank de Boer þar sem Frakkinn telur sig eiga möguleika á að taka við Manchester United af Jose Mourinho. (Sun)

Wigan vill fá Ryan Giggs sem næsta stjóra. (Daily Mail)

Mamadou Sakho verður seldur í janúar eftir að hafa dottið út úr myndinni hjá Liverpool. (L'Equipe)

Wolves vill ræða við Sam Allardyce um að verða næsti stjóri. (Sun)

Barcelona hefur óvænt sýnt Glen Johnson, hægri bakverði Stoke, áhuga. (Mundo Deportivo)

Pablo Zabaleta, hægri bakvörður Manchester City, er á óskalista Juventus. (Talksport)

Schalke ætlar að kaupa Nanil Bentaleb frá Tottenham á 17 milljónir punda en hann er í láni hjá þýska félaginu. (Mirror)

WBA er að fylgjast með Anthony Modeste, framherja Köln, og Adrien Silva, miðjumanni Sporting Lisabon. (Express and Star)

Leicester vill fá miðjumanninn Steven N'Zonzi aftur í ensku úrvalsdeildina en hann er í dag hjá Sevilla á Spáni. (Leicester Mercury)

Juventus ætlar að bjóða í Mahmoud Dahoud, miðjumann Gladbach, í janúar. Juventus ætlar að bjóða 13,5 milljónir punda en Manchester City og Liverpool hafa einnig áhuga á Dahoud. (Talksport)

Arsenal og Everton ætla að reyna að fá Josh Tymon, 17 ára varnarmann Hull, í sínar raðir í janúar. (Mirror)

Arsene Wenger segir að Alex Iwobi sé of stressaður fyrir framan markið. (Mirror)

PSG vill fá Antoine Greizmann frá Atletico Madrid en félagið er tilbúið að borga 89 milljónir punda fyrir hann. (Fichajes.net)

Leicester hefur áhuga á Charlie Taylor, 23 ára vinstri bakverði Leeds. (Mirror)

Real Sociedad hefur gefið heimilislausum manni starf hjá félaginu en hann hafði sofið fyrir utan leikvang þess. (Marca)

Liverpool ætlar að yfirgefa Melwood æfingasvæðið til að geta haft aðalliðið og unglingaliðið á sama stað. (Daily Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner