Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 27. október 2016 16:16
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða Þróttar 
Finnur Ólafs framlengdi við Þrótt til tveggja ára
Finnur í leik með Þrótturum.
Finnur í leik með Þrótturum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttarar halda áfram að binda leikmenn hjá sér en þeir hafa gert tveggja ára samning við Finn Ólafsson. Finnur er 32 ára gamall miðjumaður sem spilaði með Þrótti í Pepsi-deildinni í sumar en liðið féll eftir eins árs veru í deildinni.

Finnur er uppalinn í HK og lék með þeim til 2009. Þá hefur hann leikið með ÍBV, Fylki og Víkingi Reykjavík í efstu deild.

Ótthar Sólberg Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, segist hæstánægður með að halda Finni og segir við heimasíðu Þróttar:

„Finnur er einn af þessum reynsluboltum og á eftir að reynast okkur dýrmætt akkeri í orrustunni í Inkasso," segir Ótthar.

„Gregg Ryder þjálfari vann fyrst með kappanum hjá ÍBV í Vestmannaeyjum og síðan undanfarið ár hérna í Laugardalnum. Þeir gjörþekkjast því. Finnur er agaður rólyndismaður á miðjunni og hefur reynst yngri leikmönnum flott fyrirmynd með sinn hafsjó af þekkingu á leiknum."
Athugasemdir
banner
banner