Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. október 2016 22:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Henry: Wenger ekki rétti maðurinn fyrir enska landsliðið
Thierry Henry og Arsene Wenger.
Thierry Henry og Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Thierry Henry, einn besti leikmaður sem Arsene Wenger hefur þjálfað hjá Arsenal, segir gamla þjálfarann sinn ekki rétta manninn til að taka við enska landsliðinu.

Enska knattspyrnusambandið er ekki búið að ákveða hver tekur við taumunum af Sam Allardyce en Gareth Southgate er sem stendur bráðabirgðar stjóri liðsins.

„Það er aldrei hægt að segja aldrei en ég sé það ekki gerast að Wenger taki við enska landsliðinu. Wenger vill vera á vellinum á hverjum degi og það er ekki hægt ef þú ert landsliðsþjálfari," sagði Henry.

Gareth Southgate þykir líklegastur til að taka við starfinu til lengri tíma en Wenger hefur einnig verið nefndur til sögunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner