Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. október 2016 20:39
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ítalía: Emil lagði upp í gríðarlega mikilvægum sigri
Emil lagði upp mark í dag.
Emil lagði upp mark í dag.
Mynd: Getty Images
Palermo 1 - 3 Udinese
1-0 Ilija Nestorovski ('10 )
1-1 Cyril Thereau ('36 )
1-2 Seko Fofana ('74 )
1-3 Seko Fofana ('79)
Rautt spjald:Roland Sallai, Palermo ('83)

Udinese vann gríðarlega mikilvægan sigur á Palermo í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Palermo var í næstneðsta sæti deildarinnar fyrir leik með aðeins sex stig og einn sigur. Udinese var í 17. sæti eða einu sæti fyrir ofan fallsætin. Það var því mikið undir.

Palermo byrjaði betur því Ilija Nestorovski kom þeim yfir eftir aðeins tíu mínútur. Cyril Thereau jafnaði fyrir hlé og var staðan í hálfleik 1-1.

Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn fyrir Udinese en hann sá um að leggja upp mark á Seko Fofana á 74. mínútu sem kom Udinese yfir. Hann bætti svo við öðru marki stuttu síðar og vann Udinese því mikilvægan sigur.
Athugasemdir
banner
banner
banner