Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. október 2016 11:00
Magnús Már Einarsson
Kompany ekki meiddur - Fór út af vegna þreytu
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að Vincent Kompany hafi beðið um skiptingu vegna þreytu í 1-0 tapinu gegn Manchester United í gær.

Hinn þrítugi Kompany hefur verið að glíma við erfið meiðsli á kálfa. Hann spilaði lítið á síðasta tímabili og missti af EM í sumar vegna meiðslanna.

Kompany var í byrjunarliði í gær í annað skipti á tímabilinu en hann fór af velli í hálfleik.

„Hann sagði við okkur að hann væri þreyttur og ekki tilbúinn að spila seini hálfleikinn," sagði Guardiola.

„Það mikilvæga er að hann er ekki meiddur. Það er gott skref."
Athugasemdir
banner
banner