fim 27. október 2016 14:27
Magnús Már Einarsson
Moyes vandræðalegur í viðtali - Vissi ekki nafn dómarans
Í bullandi veseni.
Í bullandi veseni.
Mynd: Getty Images
David Moyes hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann tók við Sunderland af Sam Allardyce í sumar. Sunderland hefur ekki unnið leik í ensku úrvalsdeildinni og í gær datt liðið út í enska deildabikarnum eftir 1-0 tap gegn Southampton.

Undir lok leiks vildi Sunderland fá vítaspyrnu þegar Jermain Defoe féll í teignum. Chris Kavanagh, dómari leiksins, dæmdi ekkert en hann rak hins vegar Moyes upp í stúku eftir mikil mótmæli hjá Skotanum.

Eftir leik var Moyes spurður í viðtali: „Hvað sagði Chris Kavangh við þig?"

Moyes svaraði að bragði: „Ég veit ekki hver Chris Kavangh er...."

Moyes varð vandræðalegur þegar honum var bent á að Kavangh væri dómari leiksins. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner