fim 27. október 2016 17:00
Magnús Már Einarsson
Óvíst hvort Gummi Kalli verði áfram hjá Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvort Guðmundur Karl Guðmundsson, fyrirliði Fjölnis, verði áfram hjá félaginu á næsta tímabili.

Guðmundur Karl er samningslaus en hann hefur rætt við Fjölni um nýjan samning.

Guðmundur hefur einnig heyrt af áhuga frá öðrum félögum.

„Ég er að skoða mín mál eins og er og það er ekki komið í ljós hvar ég spili á næsta ári. Það kemur fljótlega í ljós hvar ég enda," sagði Guðmundur Karl við Fótbolta.net í dag.

Hinn 25 ára gamli Guðmundur er úr Þorlákshöfn en hann byrjaði að spila með Fjölni í 3. flokki.

Á ferli sínum hefur Guðmundur spilað 170 deildar og bikarleiki með Fjölni og skorað í þeim 30 mörk.

Í sumar skoraði Guðmundur Karl eitt mark í tuttugu leikjum í Pepsi-deildinni en hann átti ekki fast sæti í byrjunarliðinu síðari hluta sumars.
Athugasemdir
banner
banner
banner