Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 27. október 2016 17:30
Elvar Geir Magnússon
Réðu heimilislausan mann í vinnu
Hér má sjá heimavöll Real Sociedad.
Hér má sjá heimavöll Real Sociedad.
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Sociedad hefur ráðið heimilislausan mann til starfa og fer hann í teymi vallarstarfsmanna á Anoeta leikvanginum.

Maðurinn er þekktur sem Ruben og hefur búið á götunni undanfarin þrjú ár en hann hefur síðustu átta mánuði sofið rétt við leikvanginn.

Real Sociedad ræður hann til tveggja mánaða til að byrja með en Ruben hefur lifað á matar- og fatagjöfum frá fólki sem býr í San Sebastian.

Ruben segist í samtali við Marca vera í skýjunum með nýja starfið, það hafi boðist honum einmitt á þeim tímapunkti þar sem hann var við það að gefa upp alla von.
Athugasemdir
banner
banner