Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. október 2016 13:00
Elvar Geir Magnússon
Sir Alex: Fimm lið geta orðið meistari - Nefnir ekki Chelsea
Sir Alex og Freddi rauði.
Sir Alex og Freddi rauði.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United, sér fram á gríðarlega spennandi titilbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Hann telur að fimm lið eigi möguleika á að verða meistari á þessu tímabili.

Hann nefnir Manchester United ásamt Manchester City, Liverpool, Arsenal og Tottenham.

Áhugavert er að hann nefnir Chelsea ekki í upptalningu sinni.

„Það er erfiðara að spá fyrir um meistara en það hefur verið í mörg ár," segir Sir Alex.

„Manchester City er líklegasta liðið, svo höfum við Tottenham og Liverpool. Manchester United er enn í baráttunni og á möguleika ef við finnum stöðugleika bráðlega. Þrátt fyrir að liðið sé sex stigum á eftir þá er enn möguleiki. Svo má ekki gleyma Arsenal í þessari baráttu."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner