fim 27. október 2016 15:13
Magnús Már Einarsson
Sir Alex: Liverpool getur unnið titilinn
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United, segir að Liverpool geti blandað sér alvarlega í baráttuna um titilinn undir stjórn Jurgen Klopp.

Rúm 26 ár eru síðan Liverpool varð meistari en Ferguson er hrifinn af því sem Klopp er að gera með liðið.

„Hann hefur unnið gott starf og náð kraftinum aftur í Liverpool. Lið geta misst kraftinn. Í tvo áratugi skipti Liverpool um stjóra án þess að byggja upp sitt einkenni," sagði Ferguson.

„Það þarf að taka þá með í reikninginn í baráttunni um titilinn á þessu tímabili. Ástríða Klopp er mikil á hliðarlínunni og ég er viss um að þetta er svipað á æfingum. Hann er sterkur persónuleiki. Það er gífurlega mikilvægt hjá stóru félagi."

Liverpool hefur byrjað tímabilið vel en liðið er með 20 stig líkt og Manchester City og Arsenal í efstu sætunum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner