Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. október 2016 16:51
Magnús Már Einarsson
Stjarnan fær Telmu frá Breiðabliki (Staðfest)
Telma Hjaltalín Þrastardóttir.
Telma Hjaltalín Þrastardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa fengið Telmu Hjaltalín Þrastardóttur til liðs við sig frá bikarmeisturunum í Breiðabliki.

Telma varð samningslaus á dögunum en hún hefur nú skrifað undir þriggja ára samning í Garðabæ.

Telma er sóknarmaður en hún gat ekkert spilað með Breiðabliki á nýliðnu tímabili þar sem hún sleit krossband síðastliðinn vetur.

Í fyrra skoraði Telma 13 mörk í 17 leikjum þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari. Hún hefur verið á mála hjá Breiðabliki undanfarin þrjú ár.

Hin 21 árs gamla Telma er uppalin í Aftureldingu en hún hefur einnig leikið með Val og Stabæk í Noregi á ferli sínum.

Telma er annar framherjinn sem Stjarnan fær í vikunni en Guðmunda Brynja Óladóttir er einnig komin frá Selfossi. Þær eiga að hjálpa til við að fylla skarð Hörpu Þorsteinsdóttur sem er ólétt en óvíst er hvort hún spili næsta sumar og þá hversu mikið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner