Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 27. október 2016 20:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Stuðningsmenn West Ham sakaðir um söngva gegn samkynhneigð
Stuðningsmenn West Ham
Stuðningsmenn West Ham
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn West Ham hafa verið í sviðsljósinu undanfarið fyrir slagsmál og leiðindi.

Á því urðu heldur betur ekki breytingar í gær en ásamt því að slást við stuðningsmenn Chelsea þar sem sjö manns voru handteknir, hafa þeir einnig verið sakaðir um söngva gegn samkynhneigð á meðan á leik stóð.

Talsmaður West Ham tjáði sig um málið eftir leik og félagið ætlar að taka hart á þessu og banna stuðningsmenn ef þess þarf.

West Ham vann leikinn 2-1 en töluvert fleiri fréttir hafa verið skrifaðar vegna leiðinda í stuðningsmönnum félagsins.
Athugasemdir
banner
banner