Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 27. október 2016 10:07
Magnús Már Einarsson
Þjálfaramál U21 að skýrast - Tómas Ingi ekki áfram
Tómas Ingi Tómasson og Eyjólfur Sverrisson.
Tómas Ingi Tómasson og Eyjólfur Sverrisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, blaðamaður á Fréttatímanum, sagði á Twitter í gær að Tómas Ingi Tómasson verði ekki áfram aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins.

Þá er óvíst hvort Eyjólfur Sverrisson haldi áfram að þjálfa liðið.

„Tómas Ingi Tómasson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari U-21 árs landsliðs karla. Óvíst hvort Eyjólfur Sverrisson verði áfram," sagði Óskar á Twitter.

Eyjólfur og Tómas hafa unnið saman með U21 árs liðið síðan árið 2009. Þeir komu liðinu í úrslitakeppni EM árið 2011 og voru nálægt því að koma liðinu aftur á EM á dögunum. Tap í lokaleik gegn Úkraínu í undankeppninni kom í veg fyrir það.

Samningar Eyjólfs og Tómasar renna út um áramót en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir við 433.is í dag að þjálfaramál U21 árs liðsins verði rædd á stjórnarfundi síðar í dag.

Ekki náðist í Tómas Inga við vinnslu fréttarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner