banner
   fim 27. nóvember 2014 18:00
Elvar Geir Magnússon
Blanc brjálaður út í franska fjölmiðla
Laurent Blanc.
Laurent Blanc.
Mynd: Getty Images
Franskir fjölmiðlar greindu frá því að Laurent Blanc, stjóri PSG, hefði lent í deilum við sóknarmanninn Edinson Cavani og samband þeirra væri ekki gott.

Sagt var að auknar líkur væru á því að Cavani myndi yfirgefa PSG og Arsenal, Manchester City og Liverpool væru öll að fylgjast með gangi mála.

Sagt var að Blanc væri ósáttur við skort á vinnusemi hjá Cavani en Blanc froðufelldi nánast af reiði þegar hann las þessar fréttir og segir þær tómt kjaftæði.

„Það er ekkert vandamál varðandi Cavani, það eruð þið sem búið þetta til og biðjið mig svo um að greina þetta bull. Það er búið að snúa öllu á hvolf! Þú þarft sjálfstraust til að skora mörk og ég hef mikla trú á Edinson Cavani. Hann getur skorað mögnuð mörk," segir Blanc.

„Þið bullið eitthvað og viljið að ég tjái mig um bullið. Nei, við segjum stopp hérna."
Athugasemdir
banner
banner
banner