Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 27. nóvember 2014 07:00
Elvar Geir Magnússon
Einar Már aftur í Fram (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Einar Már Þórisson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Einar gekk í raðir fram fyrir ári síðan en náði ekki að vinna sér inn sæti í liðinu og lék tvo leiki í Pepsi-deildinni áður en hann hélt aftur í KV um mitt sumar, liðið sem hann hafði komið frá.

Einar, sem er uppalinn hjá KR, lék átta leiki fyrir KV í 1. deildinni seinni hluta sumars og skoraði í þeim fjögur mörk.

„Fram fagnar endurkomu Einars Más í Safamýrina og hlakkar til samstarfsins," segir í tilkynningu Fram.

Endurkoma Einars þýðir að þrettán leikmenn sem komu við sögu hjá Fram á liðnu sumri séu farnir síðan liðið féll úr Pepsi-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner