Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. nóvember 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Everton og West Ham sektuð fyrir framkomu leikmanna
Mynd: Getty Images
Everton og West Ham United hafa verið sektuð af enska knattspyrnusambandinu fyrir framkomu leikmanna er liðin mættust í ensku deildinni síðasta laugardag.

Það munaði litlu að slagsmál brytust út í fyrri hálfleik en dómarinn náði að róa menn niður og sýndi James McCarthy, Everton, og Winston Reid, West Ham, gula spjaldið.

Ólíklegt er að félögin áfrýi ákvörðun knattspyrnusambandsins enda er sekt fyrir svona lagað um 20 til 40 þúsund pund, eða fjórar til átta milljónir króna sem eru smáaurar fyrir úrvalsdeildarfélag.

Everton vann leikinn 2-1 og kom sér í níunda sæti en þetta var fyrsta tap West Ham í deildinni í rúman mánuð.
Athugasemdir
banner
banner