Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. nóvember 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti og eigandi Wigan gæti þurft að segja af sér
Dave Whelan gæti þurft að segja af sér.
Dave Whelan gæti þurft að segja af sér.
Mynd: Getty Images
Dave Whelan, eigandi og forseti Wigan, er búinn að biðjast afsökunar á ummælum sínum um Kínverja og gyðinga sem hann lét falla í viðtali.

Enska knattspyrnusambandið er með málið undir rannsókn og hefur Whelan sagst segja af sér verði hann fundinn sekur af knattspyrnusambandinu.

Líklegt er að Wigan, sem leikur í Championship deildinni, þurfi að breyta til í mikilvægum stöðum innan félagsins.

Whelan er 77 ára gamall og réð gífurlega umdeildan Malky Mackay sem knattspyrnustjóra Wigan. Mackay hrökklaðist úr fyrra starfi vegna fordómafullra ummæla sem voru send í gegnum síma.
Athugasemdir
banner
banner